Félagsráðgjafinn

Félagsráðgjafinn

Félagsráðgjöf er sérhæfð fag- og fræðigrein. Heildarsýn er hin hugmyndafræðilega nálgun og faglegi kjarni í vinnuaðferðum félagsráðgjafa. Áhersla er lögð á sálfélagslega þætti, fjölskyldu og fjölskyldusögu, menningu og samfélagslega áhrifaþætti í lífi einstaklingsins. Unnið er út frá styrkleikum einstaklingsins að því markmiði að bæta lífsgæði.