Þinn tími er kominn - Handleiðslunámskeið

 

Handleiðslunámskeiðin er nýjung þar sem handleiðslu og hreyfingu er blandað saman. Hvert námskeið er fimm skipti og henta bæði þeim sem eru að fara í handleiðslu í fyrsta sinn en einnig þeim sem hafa sótt handleiðslu áður en vilja nú efla sig í starfi. Notast er við matslista við upphaf og lok námskeiða. 

 

 

Skráning er með því að senda tölvupóst á netfangið sveindis@felagsradgjafinn.is

Í kjölfar skráningar fá þátttakendur sent yfirlit yfir námskeiðið og greiðsluupplýsingar en greiða þarf námskeiðið fyrir 7. maí til að staðfesta þátttöku. 

 

Til að fyrirbyggja allan misskilning er ekki um nám í handleiðslufræðum að ræða. Háskóli Íslands - Félagsráðgjafadeild býður upp á þverfaglegt nám í handleiðlsufræðum.