Amma og afi - Gulli betri

Stutt námskeið fyrir ömmur og afa á öllum aldri. Hvort sem þú átt von á barnabarni, á eitt nú þegar eða jafnvel fleiri þá gæti þetta verið námskeið fyrir þig elsku amma og elsku afi!

Hefur þú velt fyrir þér spurningum líkum þessum ?

Hvert er hlutverk afa og ömmu ?
Hvað er fæðingarþunglyndi ?
Er hægt að spilla barni með of miklu dekri ?
Er amma og afi = pössun hvenær sem er ?
Skipti ég mér of mikið eða of lítið af ?
Hvaða ráð má gefa nýbökuðum foreldrum ?
Námskeiðið er í tvo klukkutíma og byggist upp á fræðsluerindum ásamt umræðum. Kaffihlé er á milli fræðsluerinda. Helstu þættir sem farið er yfir á námskeiðinu eru:

Undirbúningur fyrir fæðingu barns
Samskipti og tengsl í fjölskyldum
Hefðir og venjur
Uppeldisaðferðir fyrr og nú
Eiga afar og ömmur rétt ?