Hjóna/paranámskeið

Námskeiðið er fyrir fólk sem vill skoða vel hvernig hjónaband eða sambúð það vill í raun og veru. Námskeiðið er eins konar stefnumótun hjóna/para og byggist á fræðslu, umræðum og verkefnum. Hvert námskeið er 3 klst. og boðið er upp á léttar veitingar.

Farið er yfir hvað einkennir góð hjónabönd/parasambönd, styrkleika og veikleika og settar eru fram gagnlegar spurningar fyrir þátttakendur að velta fyrir sér. Fjallað er um barneignir, uppeldi og foreldrahlutverkið, vinnu/nám, fjármál, félagslíf og rómantík.