Ýmis stéttarfélög greiða niður viðtalsmeðferð. Reglurnar eru mismunandi eftir stéttarfélögum. Sum stéttarfélög niðurgreiða, mismikið þó, 10-25 tíma á ári en önnur miða við styrk að ákveðinni upphæð. Hjá Félagsráðgjafanum getur þú fengið ráðgjöf um rétt þinn til niðurgreiðslu.
Algengast er að atvinnurekendur greiði fyrir handleiðslu en einnig er hægt að sækja um styrk hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga til að mæta kostnaði vegna handleiðslu.