Símaráðgjöf

Félagsráðgjafinn býður upp á símaráðgjöf. Bóka þarf tíma fyrirfram í símaráðgjöf eins og með aðra þjónustu. Til þess að panta tíma smellir þú á hnappinn "Bóka tíma" og fyllir þar út beiðni og merkir við þar sem stendur Símaráðgjöf.  Þú færð síðan staðfestingu á tímapöntun í símaráðgjöf og þú hringir í uppgefið símanúmer á umsömdum tíma. Einn tími í símaráðgjöf kostar 3.500 kr. og miðað er við að samtalið sé í 30 mínútur. Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag fylgja með staðfestingu á tímabókun.

Símaráðgjöf getur nýst þeim sem búa á landsbyggðinni og öllum þeim sem vilja geta nýtt sér ráðgjöf í gegnum síma. Hafa ber í huga að símaráðgjöf getur aldrei komið í stað eða verið sambærileg hvað varðar fagleg gæði og staðbundin ráðgjöf. Staðbundin ráðgöf er ávalt besti kosturinn þar sem ráðgjöfin fer fram augliti til auglitis.

Símaráðgjöf getur hentað þegar um afmarkað efni er um að ræða og í þeim tilvikum þar sem fólk á ekki kost á því að sækja staðbundna ráðgjöf. Staðbundin ráðgjöf er alltaf besti kosturinn en símaráðgjöf getur verið betri kostur en engin ráðgjöf.