Um Félagsráðgjafann
Félagsráðgjöf er sérhæfð fag- og fræðigrein. Heildarsýn er hin hugmyndafræðilega nálgun og faglegi kjarni í vinnuaðferðum félagsráðgjafa. Áhersla er lögð á sálfélagslega þætti, fjölskyldu og fjölskyldusögu, menningu og samfélagslega áhrifaþætti í lífi einstaklingsins. Unnið er út frá styrkleikum einstaklingsins að því markmiði að bæta lífsgæði.
Félagsráðgjafinn býður upp á margvíslega þjónustu fyrir einstaklinga, hjón/pör, fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir. Félagsráðgjafar eru heilbrigðisstarfsmenn með lögverndað starfsheiti og starfa samkvæmt leyfi landlæknis. Félagsráðgjafar starfa eftir Lögum um félagsráðgjöf nr. 95/1990 og jafnframt eftir eigin siðareglum sem settar voru árið 1998 auk ýmissa annarra laga, sjá nánar í lagasafni.